ÞJÓNUSTA
Plastiðjan er framúrskarandi fyrirtæki í framleiðslu, þróun, hönnun og sölu á umbúðarlausnum til viðskiptavina.
Fyrirtækið byggir starfsemi sína á þekkingu, áræðanleika og áratugalangri reynslu í framleiðslu umbúðarlausna.
Plastiðjan er arðbært fyrirtæki þar sem fagmennska og skipulag er haft í fyrirrúmi. Markmið Plastiðjunnar er að vera í forystu samkeppnishæfra fyrirtækja með því að tileinka sér tækninýjungar og fagleg vinnubrögð. Framleiðslu-skipulagning plastiðjunnar er á þann veg að mat á uppgefnum afgreiðslutíma er ávallt rétt.
Plastiðjan er eftirsóttur vinnustaður þar sem góður aðbúnaður og andi ríkir. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins fylgjast vel með þróun og vönduðum vinnubrögðum hvers tíma.
Til þess að tryggja hámarksárangur er það stefna Plastiðjunnar að markmið fyrirtækisins og starfsfólks fari saman.
Hjá Plastiðjunni er lagt upp með að veita og viðhalda góðri þjónustu og vinna stöðugt að því að byggja upp og viðhalda sterkri ímynd fyrirtækisins hérlendis sem erlendis.
Plastiðjan er með virka umhverfisstefnu og er unnið að því að auka á umhverfisvæna vöruframleiðslu og framleiðsluaðferðir. Markmið Plastiðjunnar er að stuðla að bættu umhverfi með því að þekkja til umhverfismála og vinna markvist að því að uppfylla gildandi reglugerðir og lög sem varða umhverfismál.
Plastiðjan vinnur að því að innleiða ISO 9001 gæðastaðla og er með framleiðsluferla sína í stöðugri endurskoðun með það fyrir augum að tryggja að vörur sem frá fyrirtækinu berast standist ströngustu kröfur og væntingar viðskiptavina sinna.