Plast og umhverfið

Fróðleikur um plastumbúðir

Nútímatækni og nútímavelferð er möguleg vegna plasts sem er orðin órjúfanlegur hluti samtímans. Plastiðnaði og plastnotkun fylgir lítil mengun sem fer ört minnkandi. Heimurinn er hreinni og lífið þægilegra vegna plastiðnaðarins.

Hvað er plast?

Plast er tegund efnis sem verður til af manna völdum og fyrirfinnst ekki í náttúrunni en er þó búið til úr náttúrulegum efnum. Plast er samsett úr löngum sameindum sem nefnast  fjölliður og myndast úr raðtengdum atómum.

Yfirleitt eru það raðtengd kolefnisatóm en í sumum gerðum fjölliðukeðja t.d. í næloni er einnig að finna súrefnis og nituratóm. Fjölliður verða til við hreinsun og vinnslu jarðolíu eða þegar hvarfgjarnar gassasameindir blandast við hvataefni og hvarfast í langar sameindakeðjur.

Fjölliður geta verið einfaldar, línulegar, aðgreindar eða samsettar keðjur. Slík mismunandi form fjölliðukeðjanna hafa áhrif á eiginleika plastefnisins en myndun þeirra má stjórna með aðstæðum við plastframleiðsluna.

Eiginleikar plastsins ráðast því af lengd, bindingu og þeirra grunneininga sem bundnar eru við keðjurnar. Eiginleikar plast fara eftir því hvaða grunneiningar eru í því t.d. er Klóreten grunneining í PVC- plast fjölliðum.

Endurvinnsla

Undanfarna áratugi eða allt frá því árið 1970 hefur mikil vakning orðið í samfélaginu um umhverfisvernd og endurnýtingu. Samfara auknu upplýsingaflæði og tæknivæðingu hefur endurvinnsla á notuðum umbúðum aukist til muna.

Í Bandaríkjunum er talið að af framleiddum plastumbúðum séu tæp 80% þeirra sem skili sér inn á endurvinnslustöðvar en hér á landi er stefnt að því að endurnýting á umbúðaúrgang nái í það minnsta 60-85% á milli áranna 2012-2020.

Þar af er áætlað að endurvinnsla á plasti verðu um helmingur þess magns sem er endurunnið.  Plast sem sent er í endurvinnslu hér á landi er ýmist endurunnið hér eða sent utan til endurvinnslu. Flestar tegundir plasts er hægt að endurvinna og auðvelt að bera kennsl á þær tegundir plasts sem hægt er að endurvinna.  Allar plastumbúðir bera  númer og þær plasttegundir sem bera númer frá 1 upp í 6 er hægt að senda aftur til endurvinnslu en númerin segja til um þá tegund af plasti sem varan samanstendur af.

Endurvinnslugildi

Hér gefur að líta útlistun á flokkum plastefna. Númeramerking plastefna gefur til kynna um hvaða plastefni ræðir og einnig í hvað hver flokkur fyrir sig er nýttur til í endurvinnslu. Þær umbúðir sem merktar eru á eftirfarandi máta eru endurvinnsluhæfar

PET-1Þessi flokkur plastefna samanstendur af plasttegundinni Polythylene terephthalate. Þessi tegund plastefna er mikið notuð til framleiðslu á gos og vatnsflöskum, sósu og olíubrúsum, matvælaíláta og brúsa. Polythylene terephthalate má nýta til endurvinnslu og búa til flísefni, trefjar, plastpoka, mottur, aðrar tegundir íláta og umbúða og plast húsbúnað. Plastiðjan notast við PET til framleiðslu á flöskum og bökkum en hráefnið sem notað er í bakkana er 95% endurunnið.

HDPE-2Þessi flokkur samanstendur af high density polyethylene plasts. HDPE er mikið notað í framleiðslu á umbúðum undir ýmsar tegundir efnavöruumbúða eins og þvottaefni og hreingerningarbrúsa og sjampó brúsa. Polythylene er einnig notað til framleiðslu á matvælaumbúðum eins og bökkum, dósum, ílátum, drykkjarmálum, töppum og dollum. high density polyethylene. HDPE er endurnýtt í  þvottaefnisbrúsa, olíubrúsa, penna, ílát, gólfefni, rör, húsbúnað og fleira. Plastiðjan notar HDE plastefni við framleiðslu á brúsum.

V-3Þessi flokkur plastefna samanstendur af polyvinyl Chlorid eða PVC plasts.  Þessi flokkur plastefna er nýttur til framleiðslu á fatnað, plast utan um rafmagnsvíra og ýmsar tegundar lagna svo fátt eitt sé nefnt. PVC plast er endurnýtt í veggklæðningar.

LDPE-4Low density Polyethylene eða LDPE er tegund plasts sem notað er til framleiðslu á mjúkum plastflöskum, plastpokum, plast töskum, fatnað, teppi og húsgögn. LPETE er endurunnið í ruslatunnur, plast fötur, veggklæðningar, gólfefni svo fátt eitt sé nefnt.

PP-5Polypropylene eða PP er notað til framleiðslu á flöskum, brúsum, töppum, sogrörum, lyfjaglösum auk annarra. PP er endurunnið í sóða, bursta, hulstur fyrir rafhlöður, plastbakka, tunnur og þess háttar. Hátt bræðslumark er eiginleiki PP plasts og það því oft endurunnið í hitaþolnar vörur. Plastiðjan notar PP í dósir, brúsa og drykkjarmál.

PS-6Polystyrene eða PS er nýtt til framleiðslu á einnota diskum og bollum, matvælapakkningum, bökkum, lyfjaumbúðir, og þess háttar. Polystyrene er endurunnið í einangrunarplast, innstungur, reglustrikum, frauðplast svo fátt eitt sé nefnt. Plastiðjan notar PS efni til framleiðslu á dósum og lokum.

7Þessi flokkur inniheldur blönduð plastefni og allar aðrar plasttegundir en þær sem listaðar eru upp hér að ofan.

 


Umhverfisáhrif

Undanfarin ár hefur vistferlagreining aukist til muna en vistferlagreining er greining á áhrifum frá ákveðinni vöru og gerir mögulegt að bera saman umhverfisáhrif frá ólíkum vörum sem gegna samskonar hlutverki. Vistferlagreining felur í sér að dregin eru saman heildarumhverfisáhrif  vörunnar allt frá því að vinnsla á efninu hefst og allt til þess að áhrifa frá vörunni hættir að gæta.

Vistferlagreining er einnig góður kostur þegar kemur að því að meta áhrif vöru á umhverfið því hún segir okkur nákvæmlega á hvaða stigum framleiðslu, efna eða notkunar mestu umhverfisspjöllin eiga sér stað og aðalatriðið hvernig hægt sé að minnka þau. Gegnumgangandi er það niðurstaða vistferlagreiningu að neikvæð áhrif vöru felist að stórum hluta í orkunotkun við framleiðslu á vörunni, eyðingu vörunnar og notkun hennar.

Plast hefur þann kost að það er létt efni og sparar því flutningskostnað en flutningur vöru er einn þeirra þátta sem veldur mengun. Að tappa drykkjum í plastumbúðir í stað umbúða úr gleri sparar orku. Í bílfarm af glerumbúðum vegur glerið 37% af heildarþyngd farmsins á meðan plastið vegur aðeins 4% af heildarþyngd farmsins. Það skilar sér í færri ferðum plastumbúða til flutnings með sama magn af vökva. 90% þeirra fyrirtækja sem starfandi eru í plastiðnaðinum bræða plast í plastkorn og móta. Starfsemi plastiðnaðarins er almennt talin hreinlegur iðnaður bæði fyrir starfsfólk og umhverfi.

Úttekt RAPRA (rannsóknarstofnun plasts og gúmmís) á plastiðnaðarfyrirtækjum leiddi í ljós að almennt verða starfsmenn þessara fyrirtækja fyrir mengun sem er langt innan við mengunarmörk. Hjá flestum þessara fyrirtækja er notast við raforku til þess að hita plastið. Sviðnun á plastefnum getur átt sér stað innan fyrirtækjanna og óhollar lofttegundir geta myndast en þrátt fyrir það er líftími þessara lofttegunda það skammur að áður en þær ná út fyrir veggi verksmiðjunnar hætta þær að hafa neikvæð áhrif.

Við framleiðslu á plasti er mikið magn vatns notað til þess að kæla niður framleiðsluafurðir. Vatnið sem rennur eftir lokuðu kælikerfi skilar sér út úr verksmiðjunni jafn hreint og þegar það kom inn í hana. Niðurstöður úr vistferlagreiningum sýna að orkunotkun er stærsti neikvæði þátturinn sem hefur áhrif á umhverfið.

Austurríska rannsóknarstofnunin GUA lauk við stóra rannsókn árið 2005 þar sem tekin var fyrir orkunotkun ef þau 38 milljón tonna af plasti sem vestur Evrópa notaði árið 2000 hefði verið úr öðrum efnum. GUA greindi plastnotkunina í vörur og vöruflokka til að meta hvaða efni væri notað ef ekki plast. Niðurstaðan var sú að ef plastinu hefðu verið skipt út fyrir aðrar tegundir hefði orkunotkun aukist um  38%.  Til þess að framleiða þessa orku eða þessi 38%  þyrfti 53 Kárahnjúkavirkjanir í vestur Evrópu.