Saga

umhverfid

 

Rótgróið, traust og vel rekið fjölskyldufyrirtæki í tæp 40 ár. Leiðandi á sviði framleiðslu, þróunar, hönnunar og sölu umbúða og umbúðarlausna til einstaklinga og fyrirtækja.

Plastiðjan er framleiðslu og heildsölufyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum tengdum umbúðum fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki.

Plastiðjan var stofnuð í maímánuði árið 1973 og hefur verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki allar götur síðan. Í fyrstu var fyrirtækið staðsett á Eyrarbakka en fluttist síðar að Gagnheið 17 á Selfossi eða á þann stað þar sem höfuðstöðvar plastiðjunnar eru staðsettar í dag.

Allt frá stofnun fyrirtækisins hafa matvælaumbúðir og vörur fyrir matvælaiðnað verið burðarás fyrirtækisins. Plastiðjan hefur verið með framleiðslu á eps (expandable polystyrene) Frauðbökkum og kössum, einangrunarplasti fyrir byggingar, blikk- og plast tappa á gosflöskur, pet (polyethylene terephthalate) plastumbúðir fyrir gos, vatn, safa og aðrar drykkjarvörur svo fátt eitt sé nefnt.

Plastiðjan hefur allt frá byrjun verið framúrskarandi í framleiðslu plastafurða fyrir matvælaiðnað og hefur ávallt lagt megináherslu á að standast ströngustu kröfur viðskiptavina sinna um gæði, góða þjónustu og tímanlegar afhendingar.